Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttir frá vetrarstarfinu

29.04.2015
Fréttir frá vetrarstarfinu

Nú fer skólaárinu brátt að ljúka í 4 og 5 ára bekk Flataskóla. Þetta er búið að vera viðburðarríkt ár með mörgum skemmtilegum uppákomum þar sem alltaf er líf og fjör og nóg um að vera.

Á stundatöflunni okkar eru fastir liðir eins og samvera á sal með öllum bekkjum skólans, tónmennt, íþróttir, heimilisfræði, stærðfræði, stafainnlögn, útivera, gönguferðir og að ógleymdum hinum frjálsa og sjálfsprottna leik.

Við höfum hitt vinabekkinn okkar, krakkana í 7. bekk. En þau hafa komið til okkar, aðstoðað við verkefni og farið með okkur í leiki jafnt inni sem úti á skólalóðinni.

Í vetur fórum við á þrjár sýningar í Hörpunni og sáum Ástarsögu í fjöllunum, Maximús og Dimmalimm og svanavatnið.

Í byrjun apríl áttum við dásamlegan skíða- og leikjadag í Bláfjöllum í góðu veðri. Þangað fórum við ásamt nemendum úr 1. og 2. bekk. Fjölmargir skíðasnillingar voru í fjallinum þennan daginn. Það voru líka margir sem léku sér á sleða í sleðabrekkunni eða bara skemmtu sér í snjónum. Eftir nokkrar klukkustundir í fjallinu voru það þreyttir en sælir krakkar sem komu með rútunni til baka í Flataskóla. Sumir hverjir fengu sér vænan blund á leiðinni í bæjinn.

Við höfum unnið að ýmsum verkefni undanfarnar vikur. Þar má geta verkefnið okkar um Línu langsokk en í ár eru 70 ár síðan Astrid Lindgren skrifaði söguna. Við höfum horft á myndir, lesið sögur, gert litlar og stórar myndir af Línu og öðrum skemmtilegum persónum sem koma fyrir í sögunum.

Á næstunni ætlum við að halda áfram með verkefnið okkar um líkaman en markmiðið með því er að efla líkamsvitund barnanna og fræðslu um mikilvægustu líkamshluta þeirra. Einnig blöndum við inn í verkefnið stærðfræði og stafainnlögn.

Það sem hefur einkennt skólastarfið í 4 og 5 ára bekk Flataskóla er endalaus gleði en hún er uppspretta þess að allir geti unnið saman, stórir sem smáir.

 Myndir eru í myndasafni skólans.

 

 

Til baka
English
Hafðu samband