Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttir á haustönn

29.09.2014
Fréttir á haustönnSíðastliðin tvö skólaár hefur 5 ára bekkur verið starfræktur í Flataskóla. Í vetur eru í fyrsta sinn 4 ára börn með í hópnum. Börnin í bekknum eru þrjátíu og tvö, þar af eru sjö 4 ára og tuttugu og fimm 5 ára og fjórir starfsmenn sjá um hópinn en það eru þau Magnea, Dóra, Fanney og Hlynur. Í sumar var húsnæðið allt endurnýjað og aðstaðan lagfærð mikið. Hreinlætisaðstaðan var bætt og aðkoma frammi á ganginum þar sem börnin hengja af sér einnig lagfærð mikið og gerð aðgengilegri. Börnin taka þátt í morgunsamveru með öllum nemendum skólans þrisvar í viku og að auki eiga þau vinabekki sem þau hitta nokkrum sinnum á önn. Hefðbundið skólastarf er að komast í fastar skorður en september mánuður hefur farið í að kynnast og aðlagast nýjum aðstæðum. Stundarskrá í 4 og 5 ára bekk verður fjölbreytt en hún mun innihalda m.a. tónmennt, heimilisfræði, stærðfræði, markvissa málörvun, læsi og íþróttir. Mikið er lagt upp úr frjálsum leik og er rými til þess mjög gott eða þrjár samliggjandi kennslustofur með fjölbreyttum efnivið til að fást við. Framundan er fjölbreytt og spennandi skólaár með áhugasömum nemendum. Myndir er hægt að skoða í myndasafni skólans.
Til baka
English
Hafðu samband