Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

20.10.2008

Pétur og úlfurinn

Pétur og úlfurinn
Í morgun fengu yngri nemendur skólans að sjá brúðuleiksýninguna "Pétur og úlfinn" og síðar í dag fá eldri nemendur að horfa á sýninguna "Umbreytingin", en það er Bernd Ogrodnik sem flytur verkin fyrir nemendur í hátíðarsal skólans.
Nánar
17.10.2008

Afmælisveisla

Afmælisveisla
Föstudaginn 17. október var haldin afmælishátíð í tilefni 50 ára afmælis skólans. Allir nemendur og starfsfólk komu saman í hátíðarsal þar sem sunginn var afmælissöngur og boðið upp á afmælisköku. Afmæliskökuna höfðu starfsmenn skólans bakað og...
Nánar
17.10.2008

Listamenn

Lesið í skóginn - tálgað í tré er valverkefni hjá 7. bekk um íslenska skóga, nýtingu og mótun afurða úr þeim. Þetta býður upp á fjölbreytta listsköpun og gefur einstakt tækifæri til að hanna ýmsa hluti úr tré. Reynslan sýnir að nemendur blómstra í...
Nánar
17.10.2008

Skáld í skólanum

Skáld í skólanum
Rithöfundarnir Þórarinn Eldjárn og Olga Guðrún Árnadóttir heimsóttu nemendur í 6. bekk miðvikudaginn 15. október. Dagskráin sem þau fluttu á skólasafni Flataskóla var mjög skemmtileg og náðu þau vel til barnanna.
Nánar
16.10.2008

Haldið upp á afmæli

Haldið upp á afmæli
Á morgun verður haldið upp á 50 ára afmæli Flataskóla. Skólinn var stofnaður 18. október 1958 og verður hann því 50 ára í ár. Nemendum og starfsfólki skólans verður boðið upp á afmælisköku á sal og afhent bókamerki skólans við sama tækifæri. Ýmsir...
Nánar
16.10.2008

Nýjir leikskólavefir

Nýjir leikskólavefir
Fimm nýir vefir leikskóla Garðabæjar voru opnaðir við hátíðlega athöfn á Bæjarbóli í gær miðvikudaginn 15. október. Opnun nýju vefjanna er framhald af endurnýjun allra vefja Garðabæjar en í vor voru nýir vefir Garðabæjar og grunnskólanna opnaðir...
Nánar
13.10.2008

Frá "Heimili og skóla"

Frá "Heimili og skóla"
Foreldrar eiga það sameiginlegt að vilja að börnum þeirra líði vel. Mikilvægt er fyrir okkur öll að staldra við og huga að því sem eykur vellíðan barna. Menntamálaráðuneytið hefur beitt sér fyrir samráði allra aðila sem vinna að velferð barna og...
Nánar
13.10.2008

Kennaranemar

Kennaranemar
Kennaranemar verða í vettvangsnámi í skólanum 13. - 24. október. Þetta eru þær Anna María, Auður og Guðný sem verða í 4. bekk hjá Rögnu og Þóra sem verður hjá Hjördísi tónmenntakennara. Bjóðum við þær innilega velkomnar.
Nánar
10.10.2008

Myndasaga

Myndasaga
Nemendur í 6. bekk luku nýverið við verkefni um Vífilsstaðavatn. Þeir fóru meðal annars í tvær vettvangsferðir að vatninu að safna gögnum.
Nánar
10.10.2008

Lestrarátak 4. bekkja

Lestrarátak 4. bekkja
Lestrarátaki í 4. bekk er nú lokið en það stóð yfir í eina viku. Nemendur settu sér markmið strax í byrjun átaksins um hversu mikið þeir ætluðu að lesa.
Nánar
09.10.2008

Handmennt 2. bekkur

Nemendur í 2. bekk unnu þessa fallegu púða. Þeir byrjuðu á að vefa og völdu liti með hliðsjón af því hvort að búkurinn ætti að vera fyrir stúlku, dreng, dýr eða hvað sem þeim dytti í hug.
Nánar
08.10.2008

Gagnvirk tafla

Gagnvirk tafla
Nýlega var tekin í notkun gagnvirk tafla í Flataskóla. Er hún staðsett inn í stofu hjá 1. bekk. Kennarar hafa verið að prófa sig áfram að vinna með hana með nemendum og eru kennarar afar ánægðir með árangurinn og finnst þetta gefa marga möguleika til...
Nánar
English
Hafðu samband