Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Flatóvisjón 2022

30.03.2022
Flatóvisjón 2022Hin árlega söngkeppni Flatóvisjón var haldin með pompi og prakt í dag, 30. mars. Þar kepptu til úrslita 8 atriði frá nemendum í 4.-7. bekk, tvö atriði úr hverjum árgangi.  Fyrr höfðu árgangarnir valið sín framlög í keppnina, í mörgum tilvikum með undankeppnum þannig að það er sannarlega stór hluti af nemendum skólans sem kemur að þessu verkefni á hverju ári. Keppnin í ár var einstaklega skemmtileg og augljóslega mikilll metnaður á ferð hjá keppendum enda atriðin hvert öðru glæsilegra.  Dómnefndin, sem leidd var af Birgittu Haukdal, fékk sannarlega erfitt verkefni í fangið að velja eitt af atriðunum til sigurs. En niðurstaðan var sú að Hekla Sól ásamt fleiri stúlkum úr 7. bekk fóru með sigur af hólmi með flutningi sínum á laginu Kúst og fæjó.  Nú verður atriðið þeirra unnið í myndbandsform og það fer svo til keppni í Schoolovision keppninni sem fram fer á netinu þann 13. maí næstkomandi.  Þar keppa fulltrúar skóla frá um 30 Evrópulöndum til úrslita í söngkeppni með Eurovisionsniði. Við erum afar hreykin af öllum þátttakendunum í verkefninu og munum sannarlega með stolti senda okkar framlag í keppnina í maí.  
Til baka
English
Hafðu samband