Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vetrarferðir

09.03.2022
Vetrarferðir

14.15. 16. og 17. mars er stefnt að vetrarferðum  í Bláfjöll með nemendur.

14. mars kl. 17.00 leggur 6. bekkur af stað og giistir eina nótt í Breiðabliksskála.
15. mars fer 5. bekkur í fjallið og rennir sér með 6. bekk
16. mars fara 4 og 5 ára deild, 1. bekkur og 7. bekkur
17. mars fara 2.3. og 4. bekkur
Nemendur mæta í skólann á sama tíma og venjulega og svo fara rútur frá skólanum kl. 09:00 og koma í bæinn milli 13:00 og 14:00. Krakkakot og leikskóladeild eru opin eftir að nemendur koma í bæinn.
Boðið verður upp á skíðakennslu.

Nemendur sem eru í mataráskrift fá nesti frá Skólanat, aðrir koma með nesti með sér.

Í bréfi sem forráðamenn hafa fengið sent er nánar útlistað hvaða útbúnað þarf að hafa með sér, upplýsingar um kostnað á skíðaleigu og skráning í hana ásamt fleiru.

Að morgni þess dags sem árgangarnir fara koma  upplýsingar  á heimasíðu skólans ef aflýsa þarf ferð vegna veðurs.

Mikil tilhlökkun er til staðar  því s.l. tvö ár hefur þurft að sleppa þessum ferðum.

Til baka
English
Hafðu samband