Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vegna bólusetninga nemenda í 1.-6. bekk

07.01.2022
Föstudaginn 14. janúar lýkur skóladegi allra nemenda í 1.-6. bekk Flataskóla kl.11.00. Er þetta gert til þess að foreldrar hafi ráðrúm til að koma börnum sínum í bólusetningu þennan dag á tilsettum tíma og til að gæta að persónuvernd nemenda.  
Frístundaheimilið verður með venjubundna opnun á bólusetningardegi og opnar því kl. 13:30 fyrir þau börn sem þar eru skráð.  Allar upplýsingar sem varða bólusetninguna koma frá Heilsugæslunni og ættu þegar að hafa borist forráðamönnum í tölvupósti.  Foreldrum bent á að leita til heilsugæslu ef eitthvað er óljóst varðandi framkvæmd bólusetninganna.
Kennsla verður með hefðbundnum hætti í 7. bekk þennan dag, sem og hádegisverður. 
Til baka
English
Hafðu samband