Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Upplýsingar vegna covid-smita 30. ágúst

30.08.2021
Þrír nemendur í skólanum hafa nú greinst með covid smit og eru þeir í 2., 4. og 6. bekk skólans.  Eftir samráð við smitrakningarteymi eru nokkrir nemendur í 2. og 6. komnir í sóttkví en ekki þarf að grípa til slíkra aðgerða í 4. bekk að svo komnu máli.  Allir nemendur í 2., 4. og 6. bekk þurfa að viðhafa smitgát næstu dagana, fylgjast þarf mjög vel með einkennum, halda börnunum heima ef einkenna verður vart og panta sýnatöku.  
Einkenni Covid eru eftirfarandi: 
Hósti
Hiti
Hálssærindi
Kvefeinkenni
Andþyngsli
Bein- og vöðvaverkir
Þreyta
Kviðverkir, niðurgangur, uppköst
Skyndilegt tap á lyktar- og bragðskyni
Höfuðverkur

Sem fyrr þurfum við öll að gæta vel að persónulegum sóttvörnum og standa saman í þessu verkefni.  
Til baka
English
Hafðu samband