Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólabyrjun haustið 2021

11.08.2021
Skólabyrjun haustið 2021

Skólasetning í Flataskóla verður þriðjudaginn 24. ágúst. Nemendur mæta í hátíðarsal skólans á eftirfarandi tímum:

  • Kl. 9:00 - 2. og 3. bekkur
  • Kl. 10:00 - 4. og 5. bekkur
  • Kl. 11:00 - 6. og 7. bekkur

Skólasetningin tekur um 40 mínútur og fara nemendur heim að henni lokinni.
Við hvetjum forráðamenn nýrra nemenda til að fylgja þeim á skólasetninguna og fá stutt samtal við umsjónarkennara að henni lokinni.
Við mælumst til að aðrir nemendur komi án foreldra nema að sérstakar aðstæður kalli á annað.


Nemendur í 1. bekk fá tölvupóst og verða boðaðir til samtals ásamt foreldri dagana 23. eða 24. ágúst.
Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá að morgni miðvikudagsins 25. ágúst og frístundaheimilið Krakkakot opnar þann dag. 

Hér má finna fréttabréf með helstu upplýsingum varðandi skólabyrjuninaHér má finna fréttabréf með helstu upplýsingum varðandi skólabyrjunina.
 
Gleðilegt nýtt skólaár! 

Til baka
English
Hafðu samband