Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Seinni þakkardagur vinaliða

30.05.2021
Seinni þakkardagur vinaliðaÍ Flataskóla starfa vinaliðar en hlutverk þeirra er að stýra uppbyggilegri afþreyingu á skólalóðinni í frímínútum. Vinaliðar eru valdir úr hópi nemenda á miðstigi og sinna hlutverkinu í tiltekinn tíma og uppskera að því loknu laun erfiðisins þegar þakkardagar eru haldnir sem er að jafnaði tvisvar yfir skólaárið.  Síðari þakkardagur vinaliða hjá okkur í vetur var föstudaginn 28. maí og þá gerðu vinaliðar sér glaðan dag ásamt verkefnisstjórum. Hópurinn skellti sér í bíó og gæddi sér á gómsætum pizzum ásamt því að leika lausum hala í leiktækjum Smárabíós. Í byrjun næsta skólaárs tekur svo nýr hópur vinaliða við keflinu. 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband