Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Opinn fundur skólaráðs um skólastarfið

10.03.2021
Opinn fundur skólaráðs um skólastarfiðÍ starfsáætlun skólaráðs og reglugerð um skólaráð er gert ráð fyrir að skólaráð haldi að lágmarki einn opinn fund á ári um málefni skólans fyrir aðila skólasamfélagsins. Fundurinn í ár verður haldinn þriðjudaginn 16. mars kl. 17:00 og vegna sóttvarnaráðstafana verður hann með fjarfundarsniði. Á fundinum mun skólastjóri fara yfir matsgögn um skólastarfið s.s. niðurstöður kannana o.fl. auk þess sem tækifæri gefst til almennra fyrirspurna og umræðna.  Við hvetjum foreldra til þátttöku í fundinum og vonumst til að sjá sem flesta. Slóð á fundinn er https://meet.google.com/rgk-sdxf-nxb?hs=122&authuser=0  
Til baka
English
Hafðu samband