Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vegna innritunar í grunnskóla skólaárið 2021-2022

26.02.2021

Innritun nemenda í 1. bekk (f. 2015) og 8. bekk (f. 2008) fer fram dagana 8. - 12. mars nk.
Innritun fer fram á Þjónustugátt Garðabæjar. 
Athugið að nauðsynlegt er að innrita þá nemendur í 8. bekk sem skipta um skóla.

Innritun lýkur 12. mars.

Sömu daga fer fram skráning vegna nemenda í 2.- 9. bekk sem óska eftir að flytjast á milli skóla. Áríðandi er að foreldrar tilkynni óskir um flutning milli skóla fyrir 12. mars.

Innritun þeirra barna sem óska eftir dvöl á frístundaheimili Flataskóla á næsta ári fer einnig fram þessa sömu daga.

Sama gildir fyrir sérstækt frístundaúrræði Garðahraun sem er fyrir nemendur í 5.-10. bekk.
Innritað er hér á Þjónustugátt Garðabæjar. 
Mikilvægt er að sótt sé sem fyrst um dvöl á frístundaheimilum.

Rafrænir kynningarfundir

Rafrænn kynningarfundur fyrir foreldra barna sem hefja nám í 1. bekk næsta haust verður haldinn fimmtudaginn 4. mars kl. 17:00. Slóð á fundinn verður aðgengileg hér á vefnum okkar sama dag.
Áhugasamir eru einnig hvattir til að kynna sér upplýsingar um skólastarfið hér á vefnum Foreldrar og börn eru velkomin í heimsókn til okkar en vegna sóttvarnarreglna biðjum við um að heimsóknir séu bókaðar með símtali eða tölvupósti. 


Rafrænn kynningarfundur vegna innritunar í 4-5 ára deild skólans verður þriðjudaginn 2. mars kl.
17:00. Slóð á fundinn verður aðgengileg hér á vefnum þann sama dag. Við bendum jafnframt á upplýsingar á vefnum og að velkomið er að bóka heimsóknir á netfangið flataskoli@flataskoli.is.
S. 513 3500

Til baka
English
Hafðu samband