Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Loksins snjór!

12.02.2021
Loksins snjór!Loksins kom snjór í vikunni og var það auðvitað kærkomið til tilbreytingar í leik og afþreyingu.  Eins og sjá má voru til dæmis búnir til margir og vígalegir snjókarlar sem voru sumir svo háir að nemendur þurftu að beita bæði útsjónarsemi og samvinnu til að koma höfðum þeirra á sinn stað.  En svo er það eins með snjóinn og margt annað að hann má nýta til bæði góðs og ills.  Við þurftum aðeins að minna á þá reglu skólans að snjókast á skólalóðinni er ekki leyfilegt. Enda vill það gjarnan enda með því að einhverjir fá óumbeðna snjóbolta í sig og meiða sig jafnvel og það viljum við ekki!

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband