Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólahald fellur niður föstudaginn 14. febrúar vegna óveðurs

13.02.2020
Skólahald fellur niður föstudaginn 14. febrúar vegna óveðurs

Rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur lýst yfir óvissu­stigi al­manna­varna fyr­ir allt landið vegna aftaka­veðurs á morg­un, föstu­daginn 14. febrúar. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið frá kl. 7-11 í fyrramálið sem þýðir að fólk á ekki að vera á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til.

Reglulegt skólahald fellur niður en leikskólar og grunnskólar verða engu að síður opnir með lágmarksmönnun fyrir fólk sem þarf nauðsynlega á vistun fyrir börn sín að halda - það er fólk sem sinnir neyðarþjónustu, löggæslu, slökkvistörfum og björgunarsveitarútköllum.

Athugið að einungis aðalinngangur skólans verður opinn.

Upplýsingar af heimasíðu Garðabæjar.

Til baka
English
Hafðu samband