Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Börn yngri en 12 ára verði sótt í lok skóla- eða frístundarstarfs í dag 09.01.20

09.01.2020
Enn er veðrið að gera okkur lífið leitt og nú hefur okkur borist tilkynning frá almannavörnum en gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu í dag fimmtudaginn 9. janúar
Forráðamenn eru beðnir um að tryggja að börn yngri en 12 ára gangi ekki ein heim heldur verði sótt í lok skóla- eða frístundastarfs.
Ekki er talin þörf á að foreldrar og forráðamenn sæki börn fyrr í dag - aðeins að tryggt sé að þau verði sótt.
Að venju minnum við ykkur öll á að fara gætilega hér á skólalóðinni en gera má ráð fyrir að það myndist mikið umferðarálag. 
Til baka
English
Hafðu samband