Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Flataskóli lokar kl. 13:00 þriðjudaginn 10. desember

09.12.2019
Flataskóli lokar kl. 13:00 þriðjudaginn 10. desember

Neyðarstjórn almannavarna Garðabæjar hefur tekið þá ákvörðun að skólar í Garðabæ loki kl. 13:00 í dag. Því eru foreldrar beðnir um að sækja börnin þá. Börnin verða á sínum heimasvæðum og þarf að sækja þau þangað. Engin börn fá að ganga heim eftir kl. 13:00. Tryggt verður að umsjón verði með börnum sem ekki eru sótt á þeim tíma.  Við biðjum alla að virða þessi tímamörk þar sem starfsfólk skólans þarf einnig að komast til síns heima þar sem enginn á að vera á ferli eftir kl. 15.00 í dag.

Foreldrar/forráðamenn eru beðnir um að senda fyrirspurnir með tölvupósti á netfangið flataskoli@flataskoli.is til að létta á símkerfinu.

https://www.gardabaer.is/stjornsysla/utgefid-efni/frettir/appelsinugul-vidvorun-thridjudaginn-10.-desember-roskun-a-skolastarfi

Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið vegna veðurs í dag frá kl. 15.00. Gert er ráð fyrir að upp úr hádegi fari að hvessa og gul viðvörun verður í gildi frá kl. 13.00 -15.00 en þá tekur appelsínugula viðvörunin við.

Til baka
English
Hafðu samband