Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

5. bekkur - „Lífið er núna“ bekkjakvöld

09.04.2019
5. bekkur - „Lífið er núna“ bekkjakvöld

„Lífið er núna“ er helsta fjáröflunarleið stuðningsfélagsins Krafts sem aðstoðar og styður ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein. Fjölskyldur barna í 5. bekk lögðu málefninu lið og perluðu alls 210 armbönd sem gerir 420.000 kr. í sölu fyrir félagið.  Einnig söfnuðust 72.500 kr fyrir félagið með kaupum á söluvarningi frá félaginu, allur ágður af þeirri fjárhæð fer öll í starfsemi félagsins og mun nýtast vel.

Börnin voru glöð með að geta stutt við félagið á þennan hátt ásamt því að eiga samverustund með vinum og fjölskyldu.

Til baka
English
Hafðu samband