Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sumarlestur hefst 26. maí á bókasafni Garðabæjar

24.05.2018
Sumarlestur hefst 26. maí á bókasafni Garðabæjar

Sumarlestur á Bókasafni Garðabæjar hefst laugardaginn 26.maí, en þá verður Dr. Bæk á torginu. Ævar Þór rithöfundur kemur og les úr nýrri bók og skráning í sumarlestur hefst, lestrardagbækur verða afhentar. Sumarlestur verður með svipuðu sniði og í fyrra, börnin skrá lesturinn, koma og fá límmiða á bókasafninu og setja umsagnarmiða í lukkukassann. Á föstudögum verður dreginn út lestrarhestur vikunnar sem fær bók í verðlaun. Allir virkir þátttakendur fá glaðning á lokahátíðinni á bókasafninu sem verður 1. september klukkan 12:00 til 14:00 .

Til baka
English
Hafðu samband