Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lionshlaup nemenda í 5. bekk

10.05.2018
Lionshlaup nemenda í 5. bekk

Vímuvarnarhlaup Lionsfélagsins var á miðvikudag og voru það nemendur í 5. bekk sem tóku þátt í því að venju. Nokkrir félagar Lions mættu í skólann og spjallaði einn þeirra við nemendur um heilbrigðan lífsstíl og hve mikilvægt það væri að eignast góða vini fyrir lífstíð í gegnum ýmis konar tómstunda- og íþróttastarf. Síðan var nemendum sýnt myndband frá vímuvarnardegi 2016 þar sem margar þekktar persónur úr þjóðlífinu komu fram og sögu sögu sína.  Allir nemendur skólans mættu síðan út á íþróttavöll til að fylgjast með og hvetja nemendur í 5. bekk í hlaupinu. Nemendum 5. bekkja var skipt í nokkra hópa  sem allir hlupu samtímis og varð hópur þrjú hlutskarpastur og hlaut bikarinn sem verður í skólastofunni þeirra fram að næsta hlaupi sem verður eftir ár. Myndir eru komnar í myndasafn skólans en einnig má sjá hvernig hlaupið fór fram á myndbandinu hér fyrir neðan.

Til baka
English
Hafðu samband