Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Samvera 2. maí

02.05.2018
Samvera 2. maí

Nemendur í 4. bekk sáu um morgunsamveruna 2. maí. Þar var að venju sungið, dansað spilað og leikið. Húbert kynnti atriðin með glæsibrag, Freydís Lilja og Elísa dönsuðu lítinn dans eftir laginu Bammbaramm sem er eftir Hildi. Kristín Björg söng lagið Ást, Hákon Darri spilaði lagið "Karíus og Baktus" á píanó, Björk spilaði lagið "Nú blikar við sólarlag" á fiðlu. Fjórar stelpur dönsuðu eftir laginu "Drag Me Down" og þá sýndi hópur drengja leikritið um "Geiturnar þrjár". Að lokum dönsuðu allir í salnum undir stjórn nokkurra nemenda sem stóðu upp á sviði undir laginu "Hey Margarita". Myndir eru komnar í myndasafn skólans og hér fyrir neðan er myndband með sýnishorni af því sem nemendur lögðu fram í samverunni.

Til baka
English
Hafðu samband