Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bjallan BeeBot í 2. bekk

02.05.2018
Bjallan BeeBot í 2. bekk

Skólinn eignaðist þrjár forritanlegar BeeBot bjöllur fyrir nokkru og fengu nemendur í öðrum bekk að spreyta sig á að forrita þær í morgun. Þeir voru fljótir að komast upp á lagið að láta þær fara á ákveðna staði á teppinu og margir bjuggu til krókaleiðir fyrir þær til að komast á áfangastaðina, en nemendur drógu spjöld með myndum og sendu síðan bjöllurnar á þá staði. Var ekki annað að sjá en að þetta félli vel í kramið hjá nemendum. Myndir eru komnar í myndasafn og hér fyrir neðan er myndband sem sýnir andrúmsloftið í skólastofunni á meðan þeir voru að vinna með bjöllurnar.

 

Til baka
English
Hafðu samband