Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Forsýning á eyjaverkefni nemenda í 3. bekk

24.04.2018
Forsýning á eyjaverkefni nemenda í 3. bekk

Nemendum í öðrum bekk var boðið á forsýningu á eyjaverkefni nemenda í 3. bekk. Á morgun verður svo hátíð þar sem foreldrum/forráðamönnum er boðið að koma og sjá afrakstur verkefnisins.

Nemendur bjuggu til eyju, þjóðbúninga, þjóðsöng, ljóð, sögur o.fl. Skipulagið var æft í dag með því að sýna það öðrum nemendum og er það komið mjög vel á veg og mega foreldrar/forráðamenn og umsjónarkennarar sem höfðu veg og vanda að skipulagingunni vera ánægðir með verkefnið og börnin.

Smá sýnishorn af sýningunni í dag er að finna í myndasafni skólans og smámyndbandi hér fyrir neðan.

 

Til baka
English
Hafðu samband