Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Leikur sem kennsluaðferð - 5 ára og 1. bekkur

18.04.2018
Leikur sem kennsluaðferð - 5 ára og 1. bekkur

Nokkra fimmtudaga í vetur hafa nemendur úr 5 ára bekk og 1. bekk hist og unnið saman að ýmsum verkefnum. Þessar samverustundir höfum við nefnt "Leikur sem kennsluaðferð" og er samveran hluti af þróunarverkefni sem skólinn vinnur að. Börnin læra að efla samskipti, félagsfærni, talna- og stafalæsi ásamt því að vinna saman að verkefnum í mismunandi umhverfi með ólíkum einstaklingum. Fyrirkomulaginu hefur verið þannig háttað að unnið er í lotum þar sem viðfangsefnið er sams konar í tvö skipti. Unnið er mest í stöðvum, fyrst um sinn inni í skólanum en síðar þegar vorar verður farið út og fara öll börnin á allar stöðvarnar. Með þessu samstarfsverkefni skapast skemmtileg samfella milli skólastiga, bæði meðal nemenda og kennara í Flataskóla. Myndir eru komnar í myndasafn skólans.

Til baka
English
Hafðu samband