Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Klúbbastarfsemi í 4. bekk

16.04.2018
Klúbbastarfsemi í 4. bekk

Kennarar í fjórða bekk bjóða nemendum sínum upp á klúbbastarfsemi einu sinni í viku eða í klukkustund í síðasta tíma á föstudögum. Nemendur velja sér klúbb sem þeir vilja taka þátt í og eru klúbbarnir miðaðir við áhuga nemenda. Þarna er boðið upp á leiklist, að búa til bíla, tefla, sauma, að búa til fréttir, að mála og teikna. Einnig er þarna hópur sem er að búa til sögur til að lesa fyrir yngri nemendur. Það er greinilega mikill áhugi fyrir starfseminni og það voru allir nemendur virkir þegar ljósmyndarinn rak inn nefið á föstudaginn var til að skoða starfsemina. Myndir eru komnar inn í myndasafn skólans og hér fyrir neðan er stutt myndband sem sýnir andrúmsloftið sem ríkti í stofunum og á ganginum fyrir framan stofurnar þegar nemendur voru í klúbbunum. 

Til baka
English
Hafðu samband