Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Tækniteppi hjá 4 og 5 ára nemendum

13.04.2018
Tækniteppi hjá 4 og 5 ára nemendum

Nemendur í 4 og 5 ára bekk hjálpuðust að við að búa til "tæknimyndateppi" fyrir bjölluna BeeBot sem skólanum áskotnaðist fyrir nokkru. BeeBot bjölluna er hægt að forrita þannig að hún fari ákveðna leið sem nemandi velur hverju sinni. Til að gera þetta skemmtilegra og markvissara verkefni var búið til teppi með 25 ferningum sem nemendur skreyttu síðan með því að teikna stafi og myndir inn í ferningana. Myndir eru komnar inn í myndasafn skólans þar sem hægt er að skoða ferlið við gerð teppisins og hvernig nemendur notuðu það síðan á eftir.

Til baka
English
Hafðu samband