Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Eyjaverkefni nemenda í 3. bekk

12.04.2018
Eyjaverkefni nemenda í 3. bekk

Nemendur í 3. bekk eru önnum kafnir þessa dagana við að undirbúa eyjaverkefni sem á að ljúka með sýningu fyrir aðstandendur núna seinna í mánuðinum. Þetta er samþættingarverkefni þar sem mörgum námsgreinum er blandað saman með vinnu að einu stóru þemaverkefni. Nemendur búa til eyju og samfélag á henni með bæjum og fjölbreyttri náttúru. Einnig er búið til fólk sem lifir þar, tónlist sem það syngur, eyjamenningu, þjóðbúninga o.s.frv. eða allt sem eitt samfélag þarfnast til að geta starfað. Nokkrar myndir af vinnunni eru nú komnar í myndasafn skólans. 

Til baka
English
Hafðu samband