Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Flatóvision 2018

16.03.2018
Flatóvision 2018

Það var líf og fjör í hátíðarsal skólans á fimmtudaginn þegar hið árlega Flatóvisionverkefni fór fram. Undirbúningur hafði staðið í nokkrar vikur og jafnvel lengur hjá sumum hópunum enda er þetta viðburður sem margir nemendur bíða eftir á vorönn. Flatóvision er einn þáttur í eTwinningverkefninu Schoolovision sem er verkefni margra skóla í Evrópu. Skólinn hefur tekið þátt frá upphafi eða í 10 ár og er fyrirkomulagið svipað og Eurovisionkeppninni. Flatóvision er undankeppni fyrir Schoolovision þar sem keppt er um framlag þess sem sent er í keppnina. Átta atriði komu fram eða tvö frá hverjum árgangi í 4. til 7. bekk. Að þessu sinni komu sigurvegararnir úr 4. bekk með Eurovisionlaginu "Is it true?" Fjöldi nemenda kom að hátíðinni sem aðstoðarmenn og voru flestir úr 7. bekk. Dansatriði kom frá nemendur í 7. bekk sem sýnt var á meðan dómarar báru saman stigagjöfina. Ári Ólafs stjarna söngvakeppninnar í ár, kom sem utanaðkomandi dómari ásamt Hjördísi fræðslustjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar og tveimur nemendum úr nemendaráði Garðaskóla þeim Hildi og Thelmu.  Tækniútbúnaður var fenginn að láni frá Garðaskóla þ.e.a.s. þráðlausir hljóðnemar, hátalarar og ljóskastarar til að skreyta sviðið. Nemendur í 7. bekk skreyttu vegginn á sviðinu og var það stjörnuþema í ár enda margar stjörnur sem stigu á svið þann daginn.  Myndir eru komnar í myndasafn skólans og búið verður til myndband frá hátíðinni fljótlega sem birt verður hér á vefnum.

 

Til baka
English
Hafðu samband