Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Flatóvisionhátíðin 2018

14.03.2018
Flatóvisionhátíðin 2018

Flatóvisionhátíðin 2018 verður haldin á morgun í hátíðarsal skólans. Átta atriði eru á dagskrá að þessu sinni, þ.e.a.s. tvö frá hverjum árgangi í 4. til 7. bekk. Nemendur hafa verið duglegir undanfarið að æfa sig að koma fram og síðustu tvo dagana fengu þeir leiðsögn hjá Jógvan söngvara. Þetta er í 10. sinn sem hátíðin er haldin til að velja framlag í Schoolovision, en Flatóvision er hluti af eTwinningverkefninu Schoolovision sem skólinn hefur tekið þátt í frá því að verkefnið var stofnað 2009. Um 40 skólar víðs vegar um Evrópu eru þátttakendur í verkefninu og er það alltaf haldið samtímis Eurovision. Forsýning verður á morgun klukkan 9:00 og eru þá foreldrar/forráðamenn hjartanlega velkomnir að koma og horfa á. Hægt er að lesa frekar um verkefnið á heimasíðu skólans. Myndir frá æfingum eru komnar í myndasafn skólans.

Til baka
English
Hafðu samband