Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skíðaferð nemenda í 3. og 5. bekk 5. mars

05.03.2018
Skíðaferð nemenda í 3. og 5. bekk 5. mars

Það voru glaðbeittir nemendur úr 3. og 5. bekk og starfsmenn sem óku í sólinni upp í Bláfjöll í morgun. Fjöldi nemenda var vel yfir 100 og starfsmenn á þriðja tug þannig að 5 rútur þurfti til að flytja hópinn í fjallið. Nokkuð kalt var í Bláfjöllum fyrst í morgun, sérstaklega áður en sólin náði að skína niður í gilið en nemendur voru þrátt fyrir það duglegir að vera úti og spreyta sig á skíðunum, brettunum og að ganga upp í fjallið með sleðana sína. Allt gekk nokkuð vel en einn nemandi var fluttur í bæinn en reyndist ekki vera eins illa slasaður og leit út fyrir í fyrstu. Myndir frá ferðinni eru komnar í myndasafn skólans og hér fyrir neðan er myndasafn sem sýnir stemninguna sem ríkti í fjallinu. 

 

Til baka
English
Hafðu samband