Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nemendur í 6. bekk heimsækja Safnahúsið

02.03.2018
Nemendur í 6. bekk heimsækja Safnahúsið

Kennarar hafa verið að fara með nemendur í 6. bekk í heimsókn í Safnahúsið í Reykjavík í tengslum við verkefni um Snorra Sturluson sem nemendur eru að byrja að vinnu að. Þar var vel tekið á móti þeim af safnverði og þeir upplýstir um Snorra og hans verk. Nemendur spreyttu sig á að lesa úr handritum með aðstoð safnkennarans og mikla lukku vakti að fá að skrifa með bleki og fjaðurpenna eins og gert var í gamla daga. Safnfræðslan tekur mið af aðalnámskrá og er fræðsluefni sniðið að þörfum ákveðinna skólastiga. Heimsóknin kveikti áhuga hjá mörgum nemendum og þótti hin besta skemmtun. Myndir eru komnar í myndasafn skólans.

 

Til baka
English
Hafðu samband