Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jafnréttisverkefni hjá 6. bekk

26.02.2018
Jafnréttisverkefni hjá 6. bekk

Kolbrún Hrund frá Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar kom í morgun og ræddi við nemendur í 6. bekk um "jafnrétti" en jafnrétti er einn af grunnþáttum menntunar. Þessi kynning er í tengslum við eTwinningverkefni sem nemendur vinna nú að ásamt nemendum í Selásskóla og skóla í Ungverjalandi. Verkefnið fjallar um jafnrétti  og velta nemendur fyrir sér spurningum eins og "hvað er jafnrétti?", "er jafnrétti í skólanum,  er jafnrétti heima, er jafnrétti í þjóðfélaginu?" Þetta verkefni kemur vel inn í réttindaskólaverkefnið hjá UNICEF en skólinn er einn þriggja réttindaskóla á Íslandi sem vinna með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Kolbrún benti nemendum á ýmislegt í þjóðfélaginu sem kemur inn á þetta málefni eins og jafnrétti kynjanna, laun, kynþáttur, litir tengdir kynjunum, auglýsingar, leikföng og fleira mætti telja.

Til baka
English
Hafðu samband