Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Upplestrarkeppni nemenda í 7. bekk

16.02.2018
Upplestrarkeppni nemenda í 7. bekk

Lokahátíð upplestrarkeppni nemenda í 7. bekk í Flataskóla fór fram í morgun í hátíðarsal skólans. Það voru tólf nemendur sem kepptu innbyrðis um þrjá fulltrúa sem verða sendir fyrir hönd skólans til að taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni sem haldin verðu rí félagsheimili Seltjarnarness mánudaginn 19. mars. Þar verða lesarar frá öllum grunnskólum í Garðbæ og á Seltjarnarnesi. Nemendur lásu upp úr sögu Andra Snær Blá hnöttinn. Í seinni lotunni lásu nemendur upp ljóð eftir Steinunni Sigurðardóttur rithöfund. Nemendur í 6. og 7. bekkjum voru í klappliðinu ásamt nokkrum foreldrum. Þrír dómarar voru fengnir til að dæma frammistöðu nemenda og voru það þær Sigurveig Sæmundsdóttir, Ragnheiður Friðjónsdóttir og Elín Guðmundsdóttir og eru þær allar fyrrum starfsmenn skólans. Kór skólans kom og söng tvö lög fyrir áhorfendur á meðan dómarar báru saman ráð sín. Lögin sem börnin sungu voru lag úr Mary Poppins „Sléttfull teskeið af sykri“ og íslenskulagið „Á íslensku má alltaf finna svar.  Hlutskarpastar urðu þær Aðaldís Emma Baldursdóttir og Emilía Ómarsdóttir og varamanneskja var Lóa María Jónsdóttir. Óskum við þeim innilega til hamingju. Myndir eru komnar í myndasafn skólans.

 

Til baka
English
Hafðu samband