Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Pistill vikunnar 5. til 9. febrúar hjá 4 og 5 ára

14.02.2018

Skemmtilegt samstarf við nemendur í 1. bekk hófst í vikunni og er áætlað að það verði að vikulegum viðburði. Nemendur í 5 ára bekk heimsóttu nemendur í 1. bekk í bekkjarstofur þeirra og öfugt, að nemendur í 1. bekk heimsóttu nemendur í 5 ára bekk á þeirra svæði. Boðið var upp á föndur og frjálsan leik og tókust heimsóknirnar afar vel. Í næstu viku verður svo haldið áfram með verkefnið og er þetta liður í þróunarverkefni Flataskóla sem miðar að því að búa bilið milli skólastiga og byggja upp samstarf milli nemenda og kennara.

Lestrarkennslan var að þessu sinni tileinkuð málhljóðinu Oo þar sem nemendur fengust við ýmsa leiki og föndur. Tölustafurinn 6 og fjöldahugtak hans var rætt og skoðað. Nemendur fengu að velja sér myndefni í viðburðabókina sína og þeir völdu að teikna gæludýrin sín eða bangsann sinn og segja svo frá þeim á eftir - framsögn. Í smiðjunum hjá drekum, risum og björnum var boðið upp á íþróttir í fimleikasal, tónlist þar sem dansaður var bjarnadans og í heimilisfræði voru bakaðir kanilsnúðar. Í tilefni dótadags fengu nemendur að leika sér inni í stofu í stað þess að fara á bókasafnið.

Bolludagurinn bauð upp á fiskibollur í hádegismat og rjómabollur í síðdegishressingu. Saltkjöt og baunir voru að sjálfsögðu á boðstólnum á sprengidag og öskudagurinn bauð upp á pizzu, búninga, nammi og húllum hæ í öllum skólanum.



Til baka
English
Hafðu samband