Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Öskudagurinn 2018

14.02.2018
Öskudagurinn 2018

Það var líf og fjör í skólanum í dag vegna öskudagsins. Nemendur og starfsfólk komu grímuklædd í skólann og voru margir búninganna afar flottir og skrautlegir. Skólastarfið hófst með því að nemendur söfnuðust á sal og sungu nokkur öskudagslög, síðan var diskó á eftir. Settar voru upp 10 stöðvar þar sem sælgæti var á boðstólnum eftir að nemendur höfðu gert það sem um var beðið á hverri stöð. Til dæmis átti að syngja, gretta sig, slá köttinn úr tunnunni, segja brandara, stilla sér upp fyrir myndatöku, hitta með hringjum á krók, smakka þorramat, grípa prik, kasta bolta í mark og leysa stafaþraut. Ekki má gleyma draugahúsinu sem nemendur í 7. bekk settu upp í kjallaranum. Myndir frá deginum eru komnar í myndasafn skólans. 

 

 

 

Til baka
English
Hafðu samband