Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

3. bekkur með morgunsamveru

08.02.2018
3. bekkur með morgunsamveru

Miðvikudaginn 7. febrúar sáu nemendur í 3. bekk um morgunsamveruna. Það er alltaf gaman að sjá hve nemendur eru ófeimnir og flottir að koma fram fyrir allan þennan fjölda nemenda og starfsfólks sem er í salnum hverju sinni en það slagar hátt í 600 manns. Að þessu sinni kynntu þær Brynja Hlín og Eydís dagskrána. Fyrst sýndu strákarnir Alexander, Steinar, Aron, Daníel og Benedikt fótboltamyndband sem þeir tóku upp fyrir nokkru. Líney og Jenný spiluðu fjórhent á píanó lagið "Komdu og skoðaðu í kistuna mína". Þrír stelpnahópar sýndu dansa og fengu þær aðstoð hjá stöllum sínum í 7. bekk við að búa þá til og æfa. Í lokin var svo sýnt myndband af vísindatilraun sem unnið var úr bók Ævars vísindamanns. Strákarnir Óðinn, Kári, Sigurður, Kjartan, Ari og Jökull framkvæmdu tilraunina og tóku upp á myndband. Myndir frá samverunni eru komnar inn í myndasafn skólans.

Til baka
English
Hafðu samband