Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hundrað daga hátíð hjá nemendum í 1. bekk

25.01.2018
Hundrað daga hátíð hjá nemendum í 1. bekk

Það var gleði og gaman í dag hjá nemendum í 1. bekk en það var verið að halda upp á að þeir væru búnir að vera 100 daga í skólanum frá því í haust. Lögð var áhersla á töluna 100 og fengu því nemendur ýmis verkefni í tengslum við hana. Þeir þræddu perlur upp á band og töldu upp í hundrað. Hoppileikur var frammi á gangi þar sem búið var að líma tölurnar 10, 20, 30, .... upp í 100 á ganginn og áttu nemendur að nefna tölurnar um leið og þeir stigu á þær. Það voru búin til kramarhús til að setja nammið í, en nemendur töldu hverja nammitegund upp í 10 og settu í kramarhúsin. Teiknaðar voru skrímslamyndir sem áttu að vera með 10 fætur, 10 arma, 10 augu, 10 horn, 10 rendur o.s.frv. og í lokin var svo myndasýning þar sem sýnd var skrímslamynd frá Pixel og nammið var loksins borðað. Myndir eru komnar í myndasafn skólans og hér fyrir neðan er myndband sem sýnir stemninguna sem ríkti í skólastofunum. 

 

Til baka
English
Hafðu samband