Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sundkennsla

15.01.2018
Sundkennsla

Nemendur í 4. - 7. bekk hefja sundnám í vikunni. Við höfum sundlaugarnar á Álftanesi og við Sjálandsskóla til afnota. Þar sem lítur ekki út fyrir að framkvæmdum við sundlaugina í Ásgarði ljúki fyrr en um páska, en átti að ljúka í nóvember, er ekki hægt að fresta lengur sundkennslu hjá þeim. Nemendum í 4. - 6. bekk er ekið í laugina úti á Álftanesi og nemendur í 7. bekk ganga í laugina við Sjálandsskóla. Nemendur í 3. bekk halda áfram eins og fyrr í vetur að sækja laugina á Álftanesi en  nemendur í 1. bekk hætta í sundkennslu um stundarsakir og nemendur 4. bekk fá þeirra tíma. Nemendur í 2. bekk fengu sundkennslu í Álftaneslauginni síðastliðið vor svo hún hefst ekki aftur  hjá þeim fyrr en Ásgarðslaugin opnar og þá ætti öll sundkennsla að verða samkævmt stundaskrá.

Til baka
English
Hafðu samband