Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Niðurstöður úr Bebras keppninni

05.01.2018
Niðurstöður úr Bebras keppninni

Hundrað níutíu og tveir nemendur í Flataskóla tóku þátt í Bebras keppninni í haust. Bebras áskorunin kannar rökhugsun og tölvufærni nemenda með því að láta þátttakendur leysa krefjandi verkefni í tölvum.  Nemendur Flataskóla voru á meðal 2044 þátttakenda á Íslandi og fjórði fjölmennasti hópurinn. Garðabæjarskólarnir voru duglegir að leyfa nemendum að spreyta sig á þessum verkefnum en það voru auk okkar Hofsstaðaskóli og Álftanesskóli. Hæst var hægt að fá 180 stig fyrir að vinna og skila öllum verkefnunum en aðeins einn þátttakandi af 2044 fékk mest 140 stig. Þeir nemendur sem fengu yfir 100 stig í Flataskóla voru þessir í 7. bekk: Nökkvi H., Kristín Þ., Ari K., Ásta B., Hanna P., Eva B., og Hjalti H. Í 5. bekk  voru það þau: Aron G., María H., Jón P., Guðmundur Ó., og Hilmar D. og í 4. bekk voru það þau Alexandra K., Jón Smith og Snorri Hjaltason. Hér fyrir neðan er hægt að bera saman niðurstöður frá öllu landinu, höfuðborgarsvæðinu og Flataskóla. Myndir frá keppninni er hægt að sjá í myndasafni skólans.

       
         
         
Til baka
English
Hafðu samband