Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Eldvarnarátak hjá 3. bekk í Flataskóla

30.11.2017
Eldvarnarátak hjá 3. bekk í Flataskóla

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur um árabil staðið fyrir Eldvarnarátaki meðal landsmanna í aðdraganda jólanna. Liður í því átaki er að heimsækja nemendur í 3. bekk og veita þeim fræðslu um eldvarnarbúnað sem hverju heimili er nauðsynlegur. Eftir það fengu nemendur að skoða bæði slökkviliðsbíl og sjúkraflutningabíl. Þá skildu gestirnir eftir endurskinsmerki, segul með upplýsingum um eldvarnir í eldhúsinu og bókamerki ásamt sögubók um Loga og Glóð brennuvarg. Aftast í þeirri bók er getraun sem nemendur leysa eftir að hafa lesið söguna í bókinni. Við skil á getrauninni fá nemendur að gjöf vasaljós sem þeir mega eiga. Myndir frá heimsókninni eru komnar í myndasafn skólans.

 

 

Til baka
English
Hafðu samband