Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Flataskóli hlaut viðurkenningu sem réttindaskóli Unicef

21.11.2017
Flataskóli hlaut viðurkenningu sem réttindaskóli Unicef

Alþjóðlegur dagur barna var á  mánudaginn 20. nóvember og af því tilefni fengu tveir skólar og tvö tómstundaheimili viðurkenningu á því að vera fyrstu réttindaskólar UNICEF á Íslandi. Þetta er alþjóðlegt vottunarverkefni sem sett var af stað haustið 2016 og markmið þess er að byggja upp lýðræðislegt námsumhverfi, auka þekkingu á mannréttindum og stuðla að gagnkvæmri virðingu innan skólasamfélagsins. Verkefnið skapar ramma utan um markmið aðalnámskrá grunnskóla, grunnskólalög og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi, jafnrétti og lýðræði. Dagskráin sem nemendur úr réttindaráði Flataskóla stýrðu, fór fram í Flataskóla þennan dag þar sem Hjördís frá UNICEF afhenti viðurkenningar bæði til fulltrúa Laugarnesskóla, Flataskóla og tómstundaheimila þeirra. Flataskólakórinn kom fram í fyrsta sinn og söng vinalag fyrir áheyrendur, Ævar vísindamaður tók á móti  loftbelgjum þar sem nemendur höfðu skrifað skilaboð til ráðamanna heimsins um það hvað þeim finnst skipta mestu máli um réttindi barna. Ætlar Ævar að taka það að sér að koma þeim áleiðis til þeirra.  Guðmundur Steinn nemandi í 6. bekk spilaði fyrir áheyrendur, Hjördís fulltrúi frá UNICEF flutti ávarp og sagði frá tilurð þessa verkefnis og hvernig staðið væri að því. Að því loknu voru veittar viðurkenningar sem voru stór innrömmuð veggspjöld til að hengja upp á vegg. Myndir frá athöfninni eru komnar í myndasafn skólans. Hér fyrir neðan er myndband sem sýnir örlítið brot af athöfninni.

Til baka
English
Hafðu samband