Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bebras áskorunin

07.11.2017
Bebras áskorunin

Þessa vikuna glíma nemendur í 4. til 7. bekk við verkefni í svokallaðri Bebrasáskorun. Þessi áskorun er keyrð samhliða í mörgum löndum árlega í sömu viku og var Ísland með í fyrsta sinn árið 2015. Flataskóli tók þátt í fyrsta sinn í fyrra. Áskorunin kannar rökhugsun og tölvufærni með því að láta þátttakendur leysa nokkur krefjandi verkefni á 45 mínútum. Bebras er ein fjölmennasta áskorun sem notuð er til kennslu í upplýsingatækni og var fyrst keyrð í Litháen árið 2004 en árið 2012 tóku yfir 500 þúsund þátttakendur þátt. Í dag og í gær hafa nær helmingur nemenda í Flataskóla unnið verkefnið og er gaman að sjá hve duglegir þeir eru að spreyta sig. Myndir eru komnar í myndasafn skólans.

Til baka
English
Hafðu samband