Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Birgitta rithöfundur heimsækir yngstu börnin

06.11.2017
Birgitta rithöfundur heimsækir yngstu börnin

Nemendur í 4 og 5 ára bekk og 1. bekk fengu góðan gest í heimsókn á miðvikudaginn í síðustu viku. Rithöfundurinn Birgitta Haukdal kom og las fyrir nemendur upp úr nýrri bók sinni um Láru sem fer í sund og hún sýndi þeim einnig myndir úr bókinni. Hún tók með sér bangsann Ljónsa sem fékk að hlusta líka en hann fylgir Láru hvert fótspor í sögunum hennar Birgittu um Láru. Í þessari sögu fer Lára með afa sínum í sund og þar lærir hún sundtökin og lendir í ævintýrum. Var ekki að sjá annað en að nemendur hlustuðu af athygli á söguna og svo fengu þeir að spyrja Birgittu spjörunum úr á eftir. Myndir eru komnar í myndasafn skólans. Til baka
English
Hafðu samband