Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kór Flataskóla

03.11.2017
Kór Flataskóla

Nýlega var boðið upp á kórstarf fyrir nemendur í Flataskóla. Þrjátíu og fimm hressir krakkar mæta nú reglulega á miðvikudögum milli 14:30 og 15:20 til að taka lagið. Með kórastarfinu gefst nemendum tækifæri til frekari þjálfunar í tónlistarflutningi og að efla samvinnu. Verið er að æfa ýmis kórlög, bæði gömul og ný og enn sem komið er hópurinn að syngja sig saman og læra að vera í kór og hefur því tónleikadagsetning ekki verið ákveðin að sinni. Við höldum tónleika um leið og búið er að safna lögum í tónlistarbankann. 

Til baka
English
Hafðu samband