Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Morgunstund hjá nemendum í 2. bekk

18.10.2017
Morgunstund hjá nemendum í 2. bekk

Nemendur í öðrum bekk sýndu og sönnuðu í morgun að þeir eru svo sannarlega færir í að sjá um dagskrána í morgunsamverunni. Flottir krakkar kynntu dagskrána í hljóðnema svo heyrðist vel um allan salinn enda margir gestir/foreldrar/afar/ömmur komnir sérstaklega til að fá að fylgjast með. Nemendur sýndu dans, breik, fimleika, sögðu brandara og sungu flotta lagið "Vegbúinn" eftir KK við gítarundirleik Jóns Bjarna. Myndir eru komnar í myndasafn skólans og sýnishorn af atriðum er í myndbandinu hér fyrir neðan.

Til baka
English
Hafðu samband