Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ævar vísindamaður í heimsókn hjá 3. bekk

17.10.2017
Ævar vísindamaður í heimsókn hjá 3. bekk

Nemendur í 3. bekk fengu Ævar vísindamann í heimsókn um daginn en þeir höfðu valið sér að vinna með ýmis konar vísindi og að fá að gera tilraunir. Ævar kom í heimsókn og hjálpaði nemendum að skipuleggja verkefni og tilraunir sem þeir eru núna í óða önn að vinna að. Nemendur vinna í hópum eftir að hafa valið sér ákveðna tilraun, útvega gögn sem til þarf, búa til handrit og læra hvað þarf að gera.  Síðan er meiningin að taka upp tilraunirnar og senda til Ævars.  Myndir eru komnar í myndasafn skólans.

Til baka
English
Hafðu samband