Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

UMSK hlaupið

12.10.2017
UMSK hlaupið

Skólahlaup UMSK fór fram á Kópavogsvelli í blíðskaparveðri fimmtudaginn 5.október. Mikil og góð þátttaka var í hlaupinu eða níu hundruð hlauparar úr 4.-7. bekk úr grunnskólum á sambandssvæði UMSK. Við í Flataskóla mættum með alla nemendur úr 5.-7.bekk og fóru flestir hjólandi, enda stutt að fara. Krakkarnir stóðu sig með stakri prýði og voru Flataskóla til sóma jafnt innan hlaupabrautar sem utan. 5.bekkur hljóp 400 metra (einn hring) og komust tveir nemendur okkar á pall. Ísold Sævarsdóttir gerði sér lítið fyrir og stóð uppi sem sigurvegari hjá stúlkunum og Aron Freyr Guðmundsson endaði í öðru sæti hjá drengjunum eftir harða keppni. Tvöfaldur sigur leit svo dagsins ljós hjá stúlkunum í 7.bekk (800m), þar sem Ólína Ágústa Valdimarsdóttir fór með sigur af hólmi og Ásdís Soffía Arthúrsdóttir endaði önnur.

Myndir frá hlaupinu er að finna á þessari slóð.

         

 

Til baka
English
Hafðu samband