Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hringekja í 2. bekk

11.10.2017
Hringekja í 2. bekk

Nemendur í öðrum bekk vinna í svokallaðri "hringekju" einu sinni í viku og er þá nemendum í öllum árganginum skipt í fjóra hópa og þeir fara til skiptis á fjórar stöðvar sem eru þessar: tölvufærni, spjaldtölvur/fartölvur, stærðfræði og íslenska. Í íslensku er unnið er með verkefnið "Orð af orði". Í verkefninu er lögð áhersla á samvinnu og samræðu sem tekur mið af námsforsendum og forþekkingu nemenda og hvetur þá til virkrar þátttöku í náminu. Í Orði af orði er auk þess stuðst við margar ólíkar aðferðir og fjölbreytilega námstækni. Lögð er áhersla á yfirferð í námi sem tryggir þekkingu og góðan skilning, virkan orða- og hugtakaforða þannig að nemendur læri ekki aðeins, heldur geti jafnframt miðlað þekkingu sinni. Við leggjum mikla áherslu á að mynda orð úr orðum og eins að mynda orð úr stöfum. Nemendur völdu sér nokkur orð sem tengdust árstíðum eins og sést á orðunum í regnhlífinni sem tengist vetrinum og hangir í stofunni hjá bekkjunum. Myndir frá verkefninu eru í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband