Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Morgunsamvera nemenda í 3. bekk

05.10.2017
Morgunsamvera nemenda í 3. bekk

S.l. miðvikudag fengu nemendur í 3. bekk að spreyta sig á dagskrárgerð í morgunsamverunni. Þarna  voru sprækir krakkar á ferð og settu þeir þetta upp á skemmtilegan hátt sem kennslustund. Kennarinn fór yfir heimavinnuna  og hún var afar margvísleg m.a. var sýndur margs konar dans, það voru fluttir brandarar og svo voru sýndar ýmsar flóknar fótboltaæfingar ásamt því að skólasöngurinn var að lokum fluttur með glæsibrag. Fínt atriði hjá krökkunum og verður gaman að fylgjast með þeim á listabrautinni. Myndir eru komnar í myndasafn skólans og hér fyrir neðan er myndband með sýnishornum af því sem flutt var í dagskránni.

Til baka
English
Hafðu samband