Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gústaf Maríus fékk viðurkenningu

04.10.2017
Gústaf Maríus fékk viðurkenningu

Nú stendur yfir forvarnarvika í Garðabæ. Í tilefni af vikunni var efnt til mynda- og slagorðakeppni í grunn- og leikskólum bæjarins. Slagorð forvarnarvikunnar er: „Er síminn barnið þitt?“. Nú hefur verið valið úr myndunum og eru 6 börn sem fá viðurkenningar fyrir sínar myndir. Eitt þessara barna er einmitt úr 1. bekk Flataskóla, hann Gústaf Maríus D. Eggertsson og fékk hann afhenta viðurkenningu í skólanum í morgun. Önnur börn sem hlutu viðurkenningu eru Magdalena Arinbjarnardóttir, 8. bekk Sjálandsskóla, Helen Silfá Snorradóttir, Hofsstaðaskóla, Davíð Oddsson Thorarensen, leikskólanum Holtakoti, Maríanna K. Logadóttir, leikskólanum Holtakoti.
Myndir eru komnar inn í myndasafn skólans.

Til baka
English
Hafðu samband