Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Samræmdu prófin

22.09.2017
Samræmdu prófin

Nemendur í 7. bekk tóku samræmt próf í stærðfræði í morgun en í gær var lagt fyrir þá próf í íslensku. Þetta er í annað sinn sem notuð eru rafræn próf í þessum árgangi og tókst þetta mjög vel hér í skólanum hjá okkur. Hópnum, sem telur tæplega 100 nemendur, var skipt í tvennt og hóf fyrri hópurinn próftökuna klukkan 9 en sá seinni klukkan 11 og fengu nemendur 90 mínútur til að vinna prófið. Í næstu viku munu svo nemendur í 4. bekk taka samræmt próf í íslensku og stærðfræði og nota til þess rafræna tækni.

Til baka
English
Hafðu samband