Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttir frá 4 og 5 ára bekk

14.09.2017
Fréttir frá 4 og 5 ára bekk

Nemendur í leikskólabekknum eru nú óðum að aðlagast nýjum skóla og átta sig á þessu stóra umhverfi sem skólinn býður upp á og hafa þeir eignast marga nýja vini. Þeir koma með öðrum nemendum í skólanum í hátíðarsalinn til að taka þátt í samveru þar sem tónmenntakennarinn hún Inga Dóra spilar undir samsöng á píanóið.
Nemendur hefja lestrarnámið í gegnum leik með bókinni Lubbi sem finnur málbein og þeir þekkja hana reyndar margir vel. Sagan er lesin, lagið sem fylgir bókinni spilað og ákveðinn stafur tekinn fyrir hverju sinni og föndrað með hann á ýmsa vegu. Síðustu daga hafa nemendur verið að fjalla um heimilin og fjölskylduna og unnið verkefni tengd þeim í viðburðabók. Búið er að skipta nemendum í þrjá hópa sem kallast gulur, rauður og grænn og fara þeir til skiptis í tónmennt, íþróttir og að vinna með einingakubba. Þess á milli er frjáls leikur þar sem nemendur geta líka valið á milli ýmis konar verkefna sem eru í boði. Nýr starfsmaður hefur hafið störf hjá leikskólanum, en það er hún Asti, hún kemur frá Indónesíu og talar íslensku. Dagný og Mary Ann sem voru í fyrra verða nú í hlutastarfi og koma inn af og til í vetur en þær eru í háskólanum að læra meira.



Til baka
English
Hafðu samband